Allavega helst í fréttum:
- Við erum sumsé komnar með íbúð, jey! Nálægt okkar faculty (filosofia y letras) og þar sem herbergisfélagarnir fóru til Írlands núna um helgina þá er Nína loks komin með herbergi sem er osum (Halla allavega ræður sér ekki fyrir kæti)
- Síðasta sunnudeg var haldin fiesta uppi í Sacramonte, sem er hverfi efst uppi í Granada þar sem búa mikið af sígaunum. Þar er fullt af hellum bæði sem fólk býr í og sem eru notaðir sem flamencobarir eða álíka. Við höfum ekki hugmynd af hvaða tilefni þessi hátíð var haldin... en þar var allavega dansað flamenco! (og hver þarf svosem ástæðu til að halda fiestu?). Þarna var fjöldi fólks, matur og stuð, við fórum ásamt herbergisfélögum okkar og fleira erasmus fólki og það var mjög gaman. Sólin mætti líka og var hress, jafnvel einum of hress allavega urðum við heimskautabúar að lúta í lægra haldi fyrir henni og forða okkur heim á endanum (note to self: ekki freista þess að fara í chicken við sólina, þú munt ekki vinna hvíti maður!)
- Svo erum við bara búnar að vera að tjilla í sólinni, túristast, hanga niðri í bæ, fara í teiti, tapas og fagna próflokum (annarra). Í millitíðinni þykjumst við svo læra spænsku.
- Við erum líka búnar að fara í ófáa epíska verslunarleiðangra (ath. ekki skemmtilega verslunarleiðangra heldur stórmarkaðaleiðindi...) þar sem við erum svo vandræðalega útlendingslegar að það hálfa væri nóg. Hápunkturinn var samt án efa þegar við fundum hrökkbrauð í Mercadona, við erum ekki frá því að við höfum stigið nettan gleðidans! Það hrökkbrauð guldum við þó dýrum dómum, ekki aðeins var það á uppsprengdu verði heldur státar Mercadona á því allra mest pirrandi auglýsingastefi sem við höfum nokkru sinni kynnst og það hreiðraði um sig í aumum heilabúum okkar næstu daga :(
,,mercadona, mercadooona"
- Skólinn byrjar ekki fyrr en 21. febrúar en á morgun byrjar svona oriention vika fyrir okkur erasmus hyskið þar sem við verðum sett inn í fyrirkomulagið og skólaumhverfið. Við erum eiginlega orðnar vandræðalega spenntar fyrir því að byrja enda erfitt að þurfa að þola að lesa hverskyns lærdómsstatusa hjá íslenskum skólafélögum okkar (djók?). Það verður spennandi að sjá hvort við lifum af mannfræðikenningar á spænsku...
- Höllu var farið að leiðast í sólbaði á tímabili þannig að hún lýsti sturtuklefanum okkar heilögu stríði á hendur og hefur nú eytt þar drjúgum tíma (og meirihlutanum af eldhúsáhöldum okkar) og farið, í orðsins fyllstu merkingu, hamförum. Þvílíkur hefur berserksgangurinn í henni verið að hún hefur rifið sturtudyrnar úr ekki einu sinni heldur tvisvar og púslað þeim saman aftur á alla mögulega (og ómögulega) vegu. Hún naut ,,hjálpar" Nínu á tíðum þegar sú síðarnefnda tók sér sólarpásu af krabbameins- og freknufjöldafarslegum ástæðum.
Það er þó almennt álit manna að þetta heilaga stríð Höllu sé ekkert annað en svívirðileg yfirhylming til að komast hjá því að blogga...
Endilega skiljiði eftir komment elsku fólk! Þá kannski fer Halla úr sturtunni og í bloggið!
Ykkar einlægur, Franco (einnig þekktur undir hinu örlítið kvenlegra dulnefni Nína)
ég er mjög glöð að hafa lesið þetta blogg.
ReplyDelete-sossa þin
haha, þetta Megan Fox dæmi ;) afhverju voruð þið samt að taka sturtuna í sundur? o_O afhverju er ég að missa, hehe, en þetta er allavegana komment þannig að vonandi verðið þið duglegri að blogga ;)
ReplyDelete-kv.Hrund
veeij en gaman að fá blogg. farðu svo að vinna í bréfinu mínu elsku nína :D
ReplyDeleteHrund, það er ekkert grín að þrífa sturtuklefa.
ReplyDeleteþetta hljómar allt gasalega vel...alveg eins og það á að vera
ReplyDelete... mjööööög gaman að lesa þetta, elsku setjið svo myndir inn af húsinu og herbergjum o.s.frv.(hvað var að sturtunni?)
ReplyDeletehér heima vorum við að horfa á 1. þátt af the walking dead - svakalegt!