Monday, 24 January 2011

Working title...

Jæja jæja eru ekki að verða komin ca 10 ár síðan blogg voru kúl? Fer þetta ekki að verða komið í hring? Allavega þá látum við nú undan hópþrýstingi og ætlum að blogga svona af og til, eða byrjum allavega (hætta ekki allir að lesa eftir fyrstu tvö bloggin hvort eð er?).

Skemmtið ykkur vel.


Á leiðinni til Spánar millilentum við á Schiphol flugvelli, því miður höfðum við ekki tíma til að skoða Amsterdam en bættum okkur það upp með því að taka mini-maraþon um flugvöllinn sem félst í því að labba ófáum sinnum fram og til baka frá check in-inu og fríhöfninni (þar sem okkar flugfélag var að sjálfsögðu staðsett lang innst) bæði með farangri og svo bara með handfarangri.
Gríðarlega ferskar á Schiphol
 Til að hita upp á milli þessara langhlaupa tókum við ca skrilljón hringi um fríhöfnina og spreyttum okkur meira að segja á smá víðavangshlaupi (já eða göngu) á gangstéttinni fyrir utan flugstöðina.


Eftir á að hyggja hefðum við kannski bara átt að dúlla okkur á þessu hjóli í staðinn fyrir að þeytast í fullkomnu tilgangsleysi um alla flugstöðina ... en hey það geta ekki allir verið gordjöss

 Sómafélagið Easy Jet hefur líklegast viljað styrkja þennan nýfundna íþróttanda okkar en það lagði sitt að mörkum með því að setja nákvæmlega engar upplýsingar um að hvaða hliði við ættum að fara að. Við vorum allavega orðnar þvílíkt þrekaðar þegar við loks komum til Barcelona þar sem Stebba tók á móti okkur með dýrindis súpu. Þær Halla tóku svo til við að leita að almennilegum link til að horfa á handboltan og Nína tók til við að deyja hægt og rólega úr hálsbólgu, hausverk og hita, verkefni sem átti eftir að taka næstu daga!


Fyrsta deginum var því miður ekki eytt í að skoða borgina þar sem Nína lá í rúminu allan daginn. Halla og Stebba gátu þó skroppið á kaffihús þegar Stebba var ekki í skólanum og virt fyrir sér mannlífið þar. Þær fóru svo í allar búðir sem þær sáu í leit að engifer og chili til að nota í töfraseiði handa Nínu. Á endanum fannst svo chilimauk (í mexíkóskri búð, að sjálfsögðu) en enginn engifer. Halla komst svo að því að í Barcelona er hvergi hægt að kaupa bláber eða hnetusmjör og fékk þar með fyrsta menningarsjokk ferðarinnar. Á meðan virti Nína fyrir sér heillandi samspil ljós og skugga í loftinu í gestaherberginu heima hjá Stebbu.

Í skuggamynd lítillar peru má finna allan heimsins sannleika ... 
            
Á öðrum deginum nennti Nína ekki að vera veik lengur svo við fórum að skoða Gaudi garðinn sem er þarna rétt hjá íbúðinni, en mjög hátt uppi í miklum bratta. Sem betur fer eru Spánverjar, þessar elskur, búnir að koma fyrir rúllustigum mestmegnið af leiðinni sem er ekkert annað en gargandi snilld! Veðrið var eins og á fínum íslenskum sumardegi. Svo kíktum við á Sagrada Familia og rétt snöggvast á römbluna.
Álíka hress bara
Efst uppi í Gaudi garðinum, Halla lætur sig falla inn í túristahópinn

            Um kvöldið horfðum á leikinn á netinu með tilheyrandi hökti og engri leiklýsingu (okkur fannst ekki alveg nógu spennandi að hlusta á lýsinguna á rás 2 sem var ca 20 sek á undan). Þar sem við unnum gat kvöldið haldið áfram og við kíktum út að hitta skólafélaga Stebbu á bar í nágrenninu sem var fjör. Þar er móðins að fá könnu af bjór og svo skotglös með.

-Ekki þótti við hæfi að hafa hér meðfylgjandi myndir-

            Fyrstu tveir dagarnir í Granada fóru svo ekki í neitt hjá Nínu sem lá veik uppi á hosteli og hóstaði úr sér líftóruna. Þetta hostel var eðall, agnarsmátt herbergi með áfastri reikingarlykt og nánast engri kyndingu staðsett uppi á fjórðu hæð í lyftulausu húsi með snarbröttum hringstigum. En á meðan  el Niño lá eins og skata hljóp Halla um upp og niður eins og antílópa að skoða bæinn, hafa samband varðandi íbúðir (sem var bara hægt í lobbýinu þar sem nettengingin var) og redda verkjatöflum. En á Sunnudaginn gátum við þó loks farið og kíkt á íbúðir og þá skiptum við líka yfir á einnar stjörnu hótel (maður er soddan lúxusdýr!). Þannig að nú þarf maður að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af því að verða veikur í sínu eigin herbergi (vei!).
Bravó Hostel Duquesa!
Okkur lýst rosa vel á það sem við höfum séð af Granada hingað til, mjög sæt og skemmtileg borg. Fólkið rosalega vinalegt og til í að hjálpa. Veðrið hefur þó ekki leikið við okkur í síðustu viku var víst 18 stiga hiti og sól og fólk að gera sér ferð á ströndina. Þegar við komum var að vísu glampandi sól en á sunnudaginn snjóaði! Í fyrsta skipti í allavega 3 ár samkvæmt strák sem við vorum að skoða íbúð hjá (heppin við!). Veðurguðirnir bættu það þó svolítið upp í dag með því að gefa okkur smá sólarglætu sem var afskaplega vel þegin. Við fórum á sunnudagskvöldið og fengum okkur Tapas í skemmtilegri götu hérna og í dag tókum við svaka kraftgöngu um gamla Arabahverfið Albaicín sem var osum! 

Fyrsta Tapas ferðarinnar og mojito með sítrónu, afhverju? jú því gulur fer með öllu (virðist allavega vera mottóið á Spáni)
Alhambra og Alhambra = Schnild!
Sjálfsmyndatökuhæfileikar í lágmarki
           

Nú sitjum við uppi á hótelherbergi og skálum í ódýrasta hvítvíninu sem við fundum (0,69 evrur!!!), í plastglösum. En það er allt í lagi því við erum að skola því niður með bestu jarðaberjum sem við höfum smakkað! Amminamminammi.


Við elskum þessar tröppur...
Gulu sokkabuxurnar að gera góða hluti
Halla eitthvað að reyna að vera artý ... hugsanlega emo samt
Mynd af manneskju að taka mynd, klassi


Við vonum að þetta hafi svalað forvitni ykkar eitthvað,
Hasta Luego!
Nína og Halla

Nördamynd dagsins, ef vel er að gáð má lesa ástarbréf frá Júlíusi nokkrum til ástkærrar Línu sinnar (á þýsku!) snilldar smáatriði í setti af mini skrifstofu :D

6 comments:

  1. ohhh en gaman :( öööfund á ykkur skemmtilegar myndir! Hættu að vera veik nína seríúslí þetta er orðið þreytt! :D knús af klakanum lallý sys

    ReplyDelete
  2. This comment has been removed by a blog administrator.

    ReplyDelete
  3. jeeeiiiijjj, awesome blogg, með því besta sem ég hef lesið =) hlakka ótrúlega mikið til að koma í heimsókn til ykkar :D haldið áfram að skemmta ykkur vel og það er bannað að detta í veikindi stelpur :O Btw, ég vil allavegana 1 blogg á viku ;) vandræðalega móment eru vel þegin, hehe... O:D

    Hrund

    ReplyDelete
  4. ... fínt blogg, eru myndirnar teknar á nýju Sony vélina?

    ReplyDelete
  5. Ómægaaaaaaaaaaaad geðveikt pro blogg! Eitt svona á dag takk fyrir! Hehe, eða amk eitt á viku! =)
    Hlakka svo til að koma í júnííííí!!
    mikil ást og öfund
    -Katarína

    ReplyDelete
  6. Ó en gaman að fá svona blogg! Mér finnast blogg kúl!

    Fýla myndirnar með. Leiðinlegt með veikindin, hættu því nú alveg.

    Væri heeví til í sólina!

    Gangi ykkur vel!

    ReplyDelete